Hlusta.is app for iPhone and iPad
Developer: Jokull Sigurðsson
First release : 27 Nov 2023
App size: 31.22 Mb
Á Hlusta.is er boðið upp á fjölda hljóðbóka sem fjalla um allt milli himins og jarðar og eru af öllum stærðum og gerðum. Þar er lögð sérstök áherslu á að tína upp úr glatkistum fortíðarinnar alls kyns bókmenntaperlur sem eiga fullt erindi í samtímann auk þess sem reynt er að endurspegla samtímann eins vel og mögulegt er. Þar er hægt að hlusta á öndvegisrit íslenskra höfunda, vandaðar þýðingar, fræðirit, ævisögur og frásagnir, barnasögur og margt fleira.
Á Hlusta.is vakna líka fornritin svo sem Íslendingasögurnar til lífsins, alls kyns frásögur úr fortíð og nútíð og bókmenntasagan fær að flæða í öllum sínum litbrigðum þannig að allir ættu að finna eitthvað við hæfi
Á Hlusta geturðu valið um eftirfarandi flokka:
- Hlaðvörp
- Skáldsögur
- Styttri sögur
- Endurminningar
- Íslendingasögur o.fl.
- Sögur á ensku
- Barnasögur
- Fróðleikur
- Viðtöl
- Þjóðlegt
- Ljóð
- Jólasögur